Nýjast á Local Suðurnes

Framlengja samstarfi við Hjallastefnuna og Skóla ehf.

Reykjanesbær undirritaði á dögunum viðauka við samninga um rekstur leikskóla í Reykjanesbæ. Þetta eru Heilsuleikskólinn Háaleiti, sem Skólar ehf. hafa rekið undanfarin ár og Hjallastefnuleikskólarnir Akur og Völlur.

Með undirrituninni er tryggt áframhaldandi gott samstarf milli Reykjanesnesbæjar og Skóla ehf. annars vegar og Reykjanesbæjar og Hjallastefnunnar hins vegar um rekstur áðurnefndra leikskóla.