Nýjast á Local Suðurnes

Sindri Kristinn til reynslu hjá einu sterkasta liði Noregs

Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflvíkinga í knattspyrnu hefur haldið til Noregs þar sem hann verður til reynslu hjá Odds BK næstu daga.  Odds BK er eitt sterkasta lið Noregs um þessar mundir og er sem stendur í 4. sæti norsku deildarinnar.

Sindri Kristinn sem er 18 ára gamall á þegar að baki 16 leiki með Keflavík í efstu deild, þar sem hann þótti standa sig mjög vel.  Hann hefur einnig að baki leiki með U-19 ára og U-17 ára landsliðum Íslands.