Nýjast á Local Suðurnes

Bonneau og félagar unnu bronsið

Stefan Bonneau, fyrrum leikmaður Njarðvíkur í körfuknattleik, átti fínan leik þegar lið hans, Svendborg Rabbits tryggði sér þriðja sætið í dönsku úrvalsdeildinni. Bonneau skoraði 18 stig í leiknum, sem fór 87-72.

Rabbits komust í úrslitakeppnina eftir að hafa endað í fimmta sæti deildarkeppninnar. Bonneau var stigahæsti leikmaður liðsins og sá 8. stigahæsti í deildinni, með 15,8 stig að meðaltali í 21 leik.