Grindavík í þriðja sætið eftir sigur á Val

Grindavík lagði Val að velli með einu marki gegn engu, þegar liðin áttust við í 5. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, í Grindavík í dag.
Andri Rúnar Bjarnason kom Grindvíkingum yfir eftir mistök í vörn Vals á 50. mínútu leiksins, hans fimmta mark í deildinni. Grindvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar að loknum fimm umferðum.