Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík í þriðja sætið eftir sigur á Val

Grinda­vík lagði Val að velli með einu marki gegn engu, þegar liðin átt­ust við í 5. um­ferð úr­vals­deild­ar karla í knatt­spyrnu, Pepsi-deild­ar­inn­ar, í Grinda­vík í dag.

Andri Rún­ar Bjarna­son kom Grindvíkingum yfir eft­ir mis­tök í vörn Vals á 50. mínútu leiksins, hans fimmta mark í deild­inni. Grindvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar að loknum fimm umferðum.