Nýjast á Local Suðurnes

Kafbátar bandaríska hersins þjónustaðir frá Helguvík

Kjarn­orkukaf­bát­ar á vegum banda­ríska hersins verða þjón­ustaðir frá Helgu­vík, en í morgun var greint frá því að þeir yrðu þjónustaðir hér við land, en ekki tilgreint hvar.

Bát­arn­ir munu sjást vel frá landi, en þeir verða að lík­ind­um í 5-10 km fjar­lægð frá strand­lengj­unni. Fyrsti bát­ur er vænt­an­leg­ur mjög fljót­lega og er gert ráð fyr­ir að fjöldi heim­sókna verði allt að tíu á ári.

Þetta seg­ir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is. Auk ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins munu Land­helg­is­gæsla Íslands, Geislavarn­ir rík­is­ins og rík­is­lög­reglu­stjóri koma að verk­efn­inu.