Nýjast á Local Suðurnes

Boltinn rúllar um helgina – Hér eru leikir Suðurnesjaliðanna

Knattspyrnuvertíðin er kominn á fullt og Suðurnesjaliðin í karla- og kvennaboltanum verða á fleygiferð um helgina við að sparka boltum um allt land, vonandi með góðum árangri.

Njarðvíkingar fara fyrstir Suðurnesjaliðanna á stjá og skjótast í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem þeir mæta liði KV á KR-vellinum í kvöld klukkan 20.

Fjarðabyggð tekur á móti Keflavík á morgun klukkan 14, en leikið verður inni í Fjarðabyggðahöllini.

Grindavík á heimaleik gegn Leikni og hefst leikurinn klukkan 16.

Þróttarar úr Vogum hófu tímabilið á sigri í fyrstu umferð 3. deildar, þeir eiga heimaleik á morgun klukkan 14 gegn gegn KFR. Reynir og Víðir eiga einnig heimaleiki í 3. deildinni, Reynir tekur á móti Tindastól klukkan 14 og Víðir fær Dalvík/Reyni í heimsókn klukkan 16.

Stúlkurnar í Keflavík eiga leik í Borgunarbikarnum á útivelli gegn Álftanesi á sunnudag, leikurinn hefst klukkan 14. Grindavíkurstúlkur leika einnig í Borgunarbikarnum, en þær eiga útileik á mánudag klukkan 20 gegn  Aftureldingu.

Hljóðbylgjan mun lýsa völdum leikjum beint og má nálgast upplýsingar um hvaða leikir það verða hér.