Reykjavíkurborg vill viðræður við ráðuneyti vegna flugvallar í Hvassahrauni

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur óskað eftir því við Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að viðræður verði hafnar milli borgar og ríkis á grundvelli gagna og tillagna Rögnunefndarinnar. Viðræðurnar myndu taka til stofnunar undirbúningsfélags um gerð flugvallar í Hvassahrauni og það hvernig rekstraröryggi verði tryggt á Reykjavíkurflugvelli á meðan unnið sé að nýjum flugvelli. Þett kemur fram á Kjarninn.is
Bréf borgarstjóra til innanríkisráðherra var lagt fram á borgarráðsfundi í dag auk áhættumats Isavia, sem tekur til lokunar þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Hverfandi líkur eru taldar á því að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist vegna lokunar flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, samkvæmt áhættumatinu.