Nýjast á Local Suðurnes

Umhyggjugangan styrkir tvö langveik börn á Suðurnesjum

Umhyggjuganga Sigvalda Arnar Lárussonar er þegar farin að láta gott af sér leiða þó söfnuninni sé enn ekki lokið, haft var samband við Sigvalda á dögunum og verkefninu afhent peningagjöf gegn því að hún yrði færð fjölskyldu á Suðurnesjum sem ætti langveikt barn.

“Góðhjartaður aðili hafði samband við mig fyrir skemmstu og ákvað að gefa 150.000 krónur í verkefnið mitt. Hann setti þó fram þá ósk að ég myndi afhenda peninginn fjölskyldu frá Suðurnesjum sem ætti langveikt barn.”

“Ég ákvað því að hafa samband við Rut Þorsteinsdóttur og Chad Keilen en þau eiga 2 langveikar stelpur, þær Helenu og Emilíu, við heimsóttum þau í dag til að afhenda þeim styrkinn.” Segir á Facebook-síðu söfnunarinnar.

Vegna fjölda áskorana hefur Sigvaldi ákveðið að halda söfnuninni áfram aðeins lengur en hægt er að styrkja verkefnið með því að leggja inn á reikning númer 0142-15-382600 og kennitalan er 090774-4419.

Í aftari röð eru Stefán litli, Chad, Rut, Þór, Tinna Rut, Sigvaldi og Alexander. Í fremri röð eru þær systur Helena og Emilía. Ljósmynd: Umhyggjugangan - Berglind

Í aftari röð eru Stefán litli, Chad, Rut, Þór, Tinna Rut, Sigvaldi og Alexander. Í fremri röð eru þær systur Helena og Emilía.
Ljósmynd: Umhyggjugangan – Berglind