Nýjast á Local Suðurnes

Hádegisleikur í Njarðvík á morgun þegar Leiknir kemur í heimsókn

Njarðvíkingar taka á móti Leikni frá Fáskrúðsfirði í annari deildinni í knattspyrnu á Njarðtaks-vellinum á morgun, leikurinn hefst klukkan 12 á hádegi.

Hlutskipti liðanna í deildinni er nokkuð ólíkt en Leiknismenn tróna á toppnum eftir 15 umferðir með 36 stig á meðan Njarðvíkingar sitja í 10. sætinu með 15 stig, það er því ljóst að Njarðvíkinga bíður erfiður leikur á laugardag.

Liðin eiga að baki þrjár innbyrðis viðureignir í gegnum tíðina þar sem Njarðvíkingar hafa unnið tvo leiki en Leiknir einn, markatalan er Njarðvík þó óhagstæð þar sem leiknir sigraði fyrri leik liðanna á yfirstandandi tímabili með sex mörkum gegn engu.

Knattspyrnudeildin býður þeim sem skráðir eru í stuðningsmannafélagið Njarðmenn og öðrum velunnurum í léttan hádegisverð fyrir leik á laugardag. Leikurinn hefst eins og áður segir kl. 12:00, þannig að það er tilvalið að skella sér í Vallarhúsið og fá sér staðgóða súpu að hætti formannsins fyrir leik. Húsið opnar rúmlega 11:00. Allir velunnarar eru velkomnir, segir á Facebook-síðu kd. Njarðvíkur