Nýjast á Local Suðurnes

Tryggvi Guðmunds mættur – Njarðvík leikur á móti Dalvík/Reyni í dag

Guðmundur Steinarsson er hættur hjá Njarðvík, hann er til hægri á myndinni

Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson mætti á sína fyrstu æfingu hjá Njarðvíkingum í gær og tekur væntanlega þátt í sínum fyrsta leik með liðinu sem mætir Dalvík/Reyni kl. 16 í dag á Dalvíkurvelli.

Tryggvi er sem kunnugt er markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu frá upphafi var orðaður við þjálfarastöðuna hjá Dalvík/Reyni um það leiti sem hann gekk í raðir Njarðvíkinga.

Njarðvíkingar hafa einungis skorað 10 mörk í þeim 12 leikjum sem liðið hefur leikið í annari deildinni á þessu tímabili og situr í næst neðsta sætinu fyrir leikinn í dag.

Mynd: Kd. Njarðvíkur