Nýjast á Local Suðurnes

Toppbarátta á Njarðtaksvellinum á laugardag – Töluverðar líkur á markaregni

Njarðvíkingar sem tróna á toppi 2. deildarinnar í knattspyrnu með 20 stig fá Völsunga frá Húsavík í heimsókn á Njarðtaksvöllinn á laugardag klukkan 14. Liðin hafa mæst reglulega undanfarin ár og hafa síðustu fjórar viðureignir liðanna allar endað með jafntefli.

Þrátt fyrir að spá Veðurstofunnar fyrir leikdag sé góð, 13 stiga hiti og logn, má búast við markaregni á Njarðtaksvellinum þar sem liðin eru þau markahæstu í deildinni til þessa, en samtals hafa þau skorað 54 mörk í fyrstu 10 umferðunum – Það er því ljóst að um fjöruga viðureign verður að ræða og óhætt að hvetja fólk til þess að mæta á Njarðtaksvöllinn.