Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesið eitt af rómantískustu stöðum heims

USA TODAY tilkynnti nú í vikunni topp 20 staði sem keppa nú um að vera besti óþekkti eða under-the-radar rómantíski staðurinn í heiminum. Reykjanesskaginn er einn af þeim stöðum sem tilnefndur er og keppir um að vera einn af þeim tíu bestu.

Á síðu USA TODAY er hægt að taka þátt í kosningunni sem stendur yfir í fjórar vikur og líkur henni þann 3. ágúst n.k. Hver og einn getur kosið einu sinni á dag fram að lokadegi kosningarinnar. Sigurvegarar munu verða tilkynntir þann 7. ágúst.

Ýttu hér til að taka þátt í kosningunni.