Nýjast á Local Suðurnes

Byggingarfulltrúinn orðinn rafrænn

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Embætti byggingarfulltrúa í Reykjanesbæ tekur ekki lengur við gögnum öðruvísi en á rafrænan hátt. Þannig þurfa byggingaraðilar eða hönnuður að skila inn öllum gögnum á mittreykjanes.is.

Sem dæmi sækja einstaklingar eða hönnuðir um byggingarleyfi rafrænt á MittReykjanes.is og hlaða inn gögnum til yfirferða, segir í tilkynningu. Tilkynningar um hönnunarstjóra, aðra hönnuði, byggingarstjóra og iðnmeistara eru einnig rafræn á heimasíðu Reykjanesbæjar, ásamt öðrum eyðublöðum og öðrum fylgiskjölum fyrir byggingarleyfi.

Á heimasíðu Reykjanesbæjar er undirsíða byggingarfulltrúa full af fróðleik varðandi umsóknir og skil á gögnum.

Embætti byggingarfulltrúa hóf breytingu á móttöku umsókna, fylgigagna og uppdráttum með því markmið að minnka pappírsnotkun 1. október 2019 og hefur kolefnisspor hjá byggingarfulltrúa minnkað um 6,41 tonn. Þetta er mikið framfaraspor í rafrænum lausnum sem hefur jákvæð áhrif á kolefnisspor embættisins.