Óopnuðum jólapökkum stolið í innbroti
Lögreglunni á Suðurnesjum fékk tilkynningu um innbrot í bát í Sandgerðishöfn í gær. Sá eða þeir sem voru þar að verki höfðu brotið sér leið inn um glugga bakborðsmegin og haft á brott með sér útvarpstæli. Ekki er ljóst hvort fleiru var stolið.
Einnig var tilkynnt um innbrot á heimili. Farið hafði verið inn um laust fag í stofuglugga á bakhlið hússins. Þriggja tölva var saknað, auk snyrtivara. Þá var búið að taka þrjá óopnaða pakka undan jólatré.
Lögregla rannsakar málin.