Nýjast á Local Suðurnes

“You saved me! I´m alive because of you!” – Björgunarsveit fær hjartnæmar þakkir

Áhöfn björgunarskipsins Odds V. Gíslasonar í Grindavík bjargaði í gær kayakræðaranum heimsfræga, Chris Duff, eftir að hann hafði lent í vandræðum tæpum 100 sjómílum Suðvestur af Grindavík. Í upphafi var beiðnin þjónustubeiðni og ekki talið að Duff væri í miklum vandræðum. Fljótlega eftir að lagt var af stað kom þó í ljós að líkamlegt og andlegt ástand kayakræðarans færi fljótt versnandi.

Þegar björgunarmenn komu að bandaríkjamanninum var hann nánast örmagna og átti erfitt með halda meðvitund. Áhöfninni fannst rétt að reyna að bjarga bátnum líka fyrst þeir voru komnir alla þessa leið og um leið og Chris var öruggur um borð og undir eftirliti þá var látið til skarar skríða. Það gekk vel í fyrstu en mikil ölduhæð varð til þess að festur í bátnum slitnuðu og gat kom á skrokkinn og meiri sjór flæddi inn í hann. Í öryggisskyni var því ákveðið að gleyma bátnum og halda í land.

Bandaríkjamaðurinn heimsótti áhöfn björgunarskipsins í dag og þakkaði lífbjörgina, auk þess sem hann færði áhöfninni eina ár, sem var það eina sem hafði bjargast úr bátnum. Á árina hafði hann skrifað kveðju til áhafnarinnar fyrir frækilegt afrek.

“You saved me! I´m alive because of you! My tears are not sign of disappointment they are tears of joy and happiness of just being alive.” Sagði Chris þegar hann hitti og faðmaði áhöfn björgunarskipsins Odds V. Gíslasonar í Grindavík nú í kvöld, rúmum sólarhring eftir að honum var bjargað.

Bandaríkjamaðurinn lagði af stað frá Skotlandi áleiðis til Kanada með viðkomu á nokkrum stöðum í leiðinni árið 2011, en af veðurfarslegum ástæðum hefur hann nokkrum sinnum þurft að gera mislöng hlé á ferðalagi sínu.

Hjartnæma og tilfinningaríka frásögn Chris Duff af björguninni, sem einnig gefur góða mynd af erfiðum aðstæðum sem sjálfboðaliðar björgunarsveita vinna við, má lesa hér.

Oddur v

oddur v þorbjorn