Skúrir og þokumóða næstu daga – Hlýnar þegar líður á vikuna

Frekar svalt verður í veðri næstu daga, ef eitthvað er að marka spá Veðurstofunnar fyrir vikuna, en þar á bæ búast menn við Vestan golu eða kalda í dag á Suðurlandi, en bjartviðri og hlýtt verður austan til á landinu, annars skýjað og víða þokumóða. Litlar breytingar á veðri á morgun, en fer að rigna um kvöldið.
Veðurspá fyrir næstu daga
Vestanátt í dag, víða 5-10 m/s. Skýjað og hiti 5 til 12 stig, en bjartviðri með hita að 18 stigum A- og SA-lands. Svipað veður á morgun, en kólnar heldur A-lands.
Dálítil rigning annað kvöld og hvessir á Vestfjörðum.
Á þriðjudag:
Vestlæg átt, 5-10 m/s og skýjað en úrkomulítið. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á SA-landi. Dálítil rigning um kvöldið, en vaxandi norðaustanátt með slyddu NV-lands.
Á miðvikudag:
Norðaustan 13-23 m/s, hvassast NV-til. Rigning eða slydda, en snjókoma til fjalla á N-verðu landinu. Hiti 0 til 8 stig, mildast SV-lands.
Á fimmtudag:
Allhvöss eða hvöss austan- og norðaustanátt. Rigning eða slydda, einkum SA-til. Áfram svalt í veðri.
Á föstudag og laugardag:
Austanátt, rigning með köflum og hlýnar í veðri.
Á sunnudag:
Suðaustanátt og smáskúrir, en þurrt N-lands