Nýjast á Local Suðurnes

Skúrir og þokumóða næstu daga – Hlýnar þegar líður á vikuna

Frekar svalt verður í veðri næstu daga, ef eitthvað er að marka spá Veðurstofunnar fyrir vikuna, en þar á bæ búast menn við Vest­an golu eða kalda í dag á Suðurlandi, en bjartviðri og hlýtt verður aust­an til á land­inu, ann­ars skýjað og víða þokumóða. Litl­ar breyt­ing­ar á veðri á morg­un, en fer að rigna um kvöldið.

Veður­spá fyr­ir næstu daga

Vestanátt í dag, víða 5-10 m/​s. Skýjað og hiti 5 til 12 stig, en bjartviðri með hita að 18 stig­um A- og SA-lands. Svipað veður á morg­un, en kóln­ar held­ur A-lands.
Dá­lít­il rign­ing annað kvöld og hvess­ir á Vest­fjörðum.

Á þriðju­dag:

Vest­læg átt, 5-10 m/​s og skýjað en úr­komu­lítið. Hiti 5 til 13 stig, hlýj­ast á SA-landi. Dá­lít­il rign­ing um kvöldið, en vax­andi norðaustanátt með slyddu NV-lands.

Á miðviku­dag:
Norðaust­an 13-23 m/​s, hvass­ast NV-til. Rign­ing eða slydda, en snjó­koma til fjalla á N-verðu land­inu. Hiti 0 til 8 stig, mild­ast SV-lands.

Á fimmtu­dag:
All­hvöss eða hvöss aust­an- og norðaustanátt. Rign­ing eða slydda, einkum SA-til. Áfram svalt í veðri.

Á föstu­dag og laug­ar­dag:
Austanátt, rign­ing með köfl­um og hlýn­ar í veðri.

Á sunnu­dag:
Suðaustanátt og smá­skúr­ir, en þurrt N-lands