Nýjast á Local Suðurnes

Hlutfall bólusettra lægst á Suðurnesjum

Hlutfall bólusettra er hæst á Vestfjörðum þar sem um það bil 5,5 prósent íbúa hafa verið bólusettir og lægst á Suðurnesjum þar sem hlutfallið er í kringum 3,5 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið 3,9 prósent. 

Þetta má sjá í töfræði sem birt er á vef landlæknis og Almannavarna, covid.is. Þar kemur jafnframt fram að 74,3 prósent fólks 90 ára og eldri hafa fengið bólusetningu, og 48,4 prósent fólks á þeim aldri er fullbólusett. Í aldurshópnum 80-89 ára eru 30,1 prósent bólusett og 22,3 prósent fullbólusett. 

Á vef covid.is kemur einnig fram að fjórir einstaklingar séu í einangrun og sjö í sóttkví.