Nýjast á Local Suðurnes

Grunur um að eitrað hafi verið fyrir hundi í Reykjanesbæ

Grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir hundi í Reykjanesbæ, frá þessu greinir eigandinn í færslu á Facebook, en þar er tekið fram að ekki sé nákvæmlega vitað hvar atvikið átti sér stað, en að mögulegt sé að það gæti hafa gerst við heimili hundsins. Eigandinn fullyrðir í færslunni að eitrað hafi verið fyrir hundinum með rottueitri, en rétt er að taka fram að ekki náðist samband við eigandann áður en fréttin fór í birtingu.

Í færslunni, sem hefur verið deilt tæplega 300 sinnum á samfélagsmiðlum er tekið fram að hundurinn dvelji nú á gjörgæslu á dýraspítala og að enn sé tvísýnt um ástand hans.

Færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, en þar er að finna myndir og myndband af hundinum.