sudurnes.net
Grunur um að eitrað hafi verið fyrir hundi í Reykjanesbæ - Local Sudurnes
Grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir hundi í Reykjanesbæ, frá þessu greinir eigandinn í færslu á Facebook, en þar er tekið fram að ekki sé nákvæmlega vitað hvar atvikið átti sér stað, en að mögulegt sé að það gæti hafa gerst við heimili hundsins. Eigandinn fullyrðir í færslunni að eitrað hafi verið fyrir hundinum með rottueitri, en rétt er að taka fram að ekki náðist samband við eigandann áður en fréttin fór í birtingu. Í færslunni, sem hefur verið deilt tæplega 300 sinnum á samfélagsmiðlum er tekið fram að hundurinn dvelji nú á gjörgæslu á dýraspítala og að enn sé tvísýnt um ástand hans. Færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, en þar er að finna myndir og myndband af hundinum. Meira frá SuðurnesjumRúna um lífið í framlínunni í Bolungarvík: “Snýst um að borða, vinna og sofa”Hælisleitandi fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á ÁsbrúBýst við að atvinnuleysi á Suðurnesjum verði nálægt 20 prósentumLitla dæmið í loftið á föstudag – Sjáðu treilerinn!Einn á dag tekinn undir áhrifum fíkniefna við aksturLögregla leitar 12 ára stúlkuLeitað að konu sem leitaði að hundi – Þyrla Landhelgisgæslunnar ræst útÁrni Sigfússon svarar Andstæðingum stóriðju: “Framkvæmdin er mér gríðarleg vonbrigði”Lögregla leitar eiganda bílhurðar sem [...]