Nýjast á Local Suðurnes

Allt að 18 stiga hiti í dag – Gæti orðið fremur svalt í veðri næstu daga

Spáð er norðaust­lægri eða breyti­legri átt næsta sól­ar­hring­inn, 3 til 8 metr­um á sek­úndu og skýjuðu með köfl­um. Lík­ur eru á síðdeg­is­skúr­um sunn­an- og vest­an­lands.

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að hiti verði 5 til 18 stig að deg­in­um, sval­ast úti við norður- og aust­ur­strönd­ina en hlýj­ast suðvest­an­lands. Í langtímaspá veðurstofunnar kemur fram að ágætis sumarveður verði sunnanlands næstu daga, en geti þó orðið fremur svalt í veðri.