Allt að 18 stiga hiti í dag – Gæti orðið fremur svalt í veðri næstu daga

Spáð er norðaustlægri eða breytilegri átt næsta sólarhringinn, 3 til 8 metrum á sekúndu og skýjuðu með köflum. Líkur eru á síðdegisskúrum sunnan- og vestanlands.
Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að hiti verði 5 til 18 stig að deginum, svalast úti við norður- og austurströndina en hlýjast suðvestanlands. Í langtímaspá veðurstofunnar kemur fram að ágætis sumarveður verði sunnanlands næstu daga, en geti þó orðið fremur svalt í veðri.