Nýjast á Local Suðurnes

BYKO vill breytt deiliskipulag

Smáragarður ehf. hafa óskað eftir því við umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar að deiliskipulagi verði breytt á lóðum númer 5 og 7 við Fitjabraut í Njarðvík.

Þannig vill fyrirtækið að heimild verði veitt fyrir byggingu tveggja hæða húss á sameinuðum lóðum. Lóðin verður 23.800 fermetrar, samkvæmt uppdrætti JeES arkitekta ehf..

Ráðið samþykkt þessar fyrirætlanir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda. Aukess var settur fyrirvari um að áður en byggingaráform eru afgreidd verði lóðaruppdráttur borinn undir umhverfis- og skipulagsráð til samþykktar.