Nýjast á Local Suðurnes

Fréttnæmt í föstudagspistli: Árna Árna lofar þingmann samfylkingar

Fáranlega ferskur föstudagspistill skrifaður í Njarðvík að þessu sinni þar sem ég hvíli lúin bein þessa dagana í góðu yfirlæti í foreldrahúsum.

Árni Árna

Árni Árna

Breska tímaritið „Elska“ sem höfðvar til samkynhneigðra karlmanna hefur verið á landinu við tökur á ljósmyndum af nöktum íslenskum karlmönnum til að prýða næstu útgáfu blaðsins. Ég vil bara áður en fólk hópast á blaðsölustaði taka það fram að vegna óviðráðanlegra orsaka hef ég verið vant við látinn síðustu daga og mun því ekki sitja fyrir í blaðinu. Ég veit að þetta eru mikil vonbrigði, en ég reyni að bæta úr þessu við fyrsta tækifæri.

Mikið er ég sammála Loga Geirssyni handboltahetju, en í vikunni varð hann vitni af bílsslysi og vakti athygli á því í framhaldinu hvað við erum stútfull af sjálfum okkur. Fólk leggur mikið á sig til að þurfa ekki að rétta hjálparhönd þegar aðrir eru í neyð. Logi var snar í snúningum og aðstoðaði konu og börn í bifreið sem ekið var aftan á stungið af. Náungakærleikurinn er ekki oft til staðar í umferðinni þar sem allir eru að flýta sér og hugsa að gaurinn í næsta bíl hlýtur að stoppa. Þetta er skelfilegt þar sem mínútur geta skipt sköpum. Ég og vinur minn urðum vitni að hörðum árekstri á Miklubraut á dögunum og rifum upp hurð á mikið klesstum bíl til að komast að bílstjóranum og róa viðkomandi niður og þriðji aðili var með Neyðarlínuna í beinni. Manni líður líka betur að hafa rétt hjálparhönd í stað þess að halda bara áfram sína leið – Logi þú ert bara flottur, ánægður með viðbrögðin hjá þér og þú mátt alveg bjarga mér hvenær sem er

Einkennileg þessi kjarabarátta í álverinu í Straumsvík. Er fyrirtækið virkilega tilbúið að taka þá áhættu að tapa máli um samning við Landsvirkjun upp á hundruði milljarða í stað þess að gangast að kröfum starfsmanna, já eða mæta þeim á miðri leið? Hvernig málið er blásið upp með aðstoð fjölmiðla á kæfa kröfur starfsmanna. Ég hef bara aldrei séð slíka kúgun áður. Það væri gaman ef launþegar í þessu landi næðu nú einu sinni sigri í kjarabaráttu.
Talandi um kjarabaráttu, ekki slæm launahækkunin frá kjaradómi til óðalsbóndans á Bessastöðum. Hann fær að andvirði launa ellilífeyrisþega í hækkun á mánuði og leiðréttingu launa frá 1.mars sem gerir 1,8 milljóna króna núna 1. Desember. Ég vona að hann Óli okkar eigi fyrir saltinu í grautinn á aðfangadag blessaður kappinn.

Íbúakosning í Reykjanesbæ gekk jafn brösulega og lýðræðislegur tilgangur þeirra. Kerfið hrundi, bilaði og um dágóða stund var ekki hægt að kjósa. Ég hlakka til að sjá hve margir eyddu tíma sínum í ekkert pg kusu. Hefði verið jafn gáfulegt að kjósa um hvort leyfa eigi byggingu KFC í Reykjanesbæ. Íbúalýðræði er verkfæri sem að við eigum að sjálfsögðu að nýta okkur meira, en það þarf samt að vera þannig að niðurstaðan hafi áhrif og bindandi ákvörðun fyrir bæjarfélag, algjör óþarfi að kjósa um um eitthvað sem er að verða tilbúið og komið með öll starfsleyfi.

Mikið er ég sammála Oddnýju Harðardóttur þingmanni Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, um að það hljóti að vera fagleg vinnubrögð að skoða Keflavíkurflugvöll sem góðan valkost í staðinn fyrir Hvassahraun. Oddný leiðir hóp sem skoðar málið og veit ég að hún lætur til sín taka í þessu máli. Það er auðvitað fásinna að fara að reista nýjan flugvöll þegar allt er til staðar í Keflavík. Ég vil hafa innanlandsflugið í Vatnsmýrinni en því miður lítur út fyrir að meirihlutinn í borgarstjórn slátri því því miður. Þá er bara ein lausn í málinu, fara með flugið til Keflavíkur og spara tugi milljarða – áfram Oddný.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær í jólamánuðinum skammbyssur í bílana. Lögreglumenn hafa verið á byssunámskeiði upp á síðkastið og eru reiðubúnir a handleika vopnin. Skammbyssurnar verða þó í lokuðu boxi og þurfa lögrelgumenn að fá uppgefin kóða hjá yfirmanni til að opna og nálgast þær. Ég styð þetta heilshugar og tel þetta tímabært. Árásin í París á dögunum sýnir að við í evrópu búum við raunverulega ógn og afhverju ætti Ísland að vera undanskilið þá hættu. Ég tel nauðsynlegt að hægt sé að bregðast við á ögurstundu með öryggi borgaranna að leiðarljósi og treysti ég íslensku lögreglunni til að höndla bæði aðstæður og vopnin ef þess ber við.

Það er ljóst að fangar boða til sín stúlkur í heimsóknartíma í fangelsin og fá aðstoð samfanga til að dæma um hvort það sé þess virði að leika sér að þeim eða ekki. Þumall upp þýðir já og þumall niður þýðir nei. Ég er svo hissa að það sé til stúlkur sem láta fara svona með sig. Ég lenti einu sinni í þrasi við samstarfskonu um að það bara gæti ekki verið mikil eftirspurn eftir því að mæta í heimsóknartíma í fangelsin til að stunda skyndikynni með föngum – með fullri virðingu fyrir föngum. Hún sýndi mér þá sönnunargögn þar sem bróðir hennar var á þessum tíma að taka út refsingu á litla Hrauni. Hún var með aðgang að skilaboðum og sýndi mér þar sem fallegar ungar stúlkur sendu bróðir hennar fantasíurnar sínar. Ég var gapandi hissa að sjá þetta, bara biðröð að fá að komast í heimsóknarherbergið með honum og allt í boði. Þetta er enn önnur vísbendingin eða á ég að segja sönnunin um að kynlífsleikir og athafnir eru komin út í öfgar, að mínu mati. Það er í lagi að krydda sjálfsögðu en þegar hópur drengja gerir sér ekki grein fyrir að þeir eru að stunda hópnauðganir og stúlkur að bjóða blíðu sína í fangelsum þá er nú kannski spurning að efla fræðslu.