Nýjast á Local Suðurnes

Íbúðalánasjóður hefur sett 90 íbúðir á Reykjanesi í söluferli

Innri - Njarðvík

Íbúðalánasjóður mun selja 504 eignir fyrir árslok 2016, en tilboðsfrestur rennur út þann 3. febrúar. Eignirnar 504 eru um allt land, í 15 eignasöfnum. Söluferlið hefst í dag, samkvæmt fréttum RÚV.

Eignasöfnin eru mismunandi að stærð og gerð, en að jafnaði eru eignirnar í sama byggðarlagi og ákveðið var að hafa hvert eignasafn hóflegt að stærð, þetta er gert til þess að hagkvæmt sé að reka um þær leigufélög.

Þeir leigjendur sem nú eru í íbúðunum munu hafa góðan frest til að finna sér annað húsnæði, segir í frétt RÚV, eða semja upp á nýtt við nýja eigendur, því ekki má breyta leigusamningum fyrr en 12 mánuðum eftir útgáfu afsals. Samkvæmt þeim tímaramma sem sjóðurinn miðar við, verður útgáfu afsala ekki seinna en 31. ágúst.

Langflestar af þeim eignum sem Íbúðarlánasjóður selur nú eru á Reykjanesi eða 91 talsins, 32 í Njarðvík og 22 í Keflavík, og er meðalstærð íbúða í söluferlinu um 110 fermetrar. Af þessum íbúðum eru 71 í útleigu.