Nýjast á Local Suðurnes

Bonneau klár í danska boltann – Fær leikheimild í lok árs

Körfuknattleiksmaðurinn Stefan Bonneau stefnir á að leika fyrsta leik sinn með danska liðinu Svendborg Rabbits á Fjóni fyrir lok árs, eða þann 30. desember næstkomandi gegn FOG Næstved.

Bonneau segist í samtali við körfuboltavefinn Fullcourt.dk vera klár í slaginn, en kappinn hefur sem kunnugt er átt við meiðsli að stríða undanfarið ár. Bonneau segist í viðtalinu við Fullcourt mæta í dönsku deildina til að gera liðsfélaga sína að betri leikmönnum auk þess sem hann segist alltaf spila til sigurs.