Bonneau og félagar í undanúrslit um danska meistaratitilinn

Svendborg Rabbits, lið Stefan Bonneau, sem lék með Njarðvíkingum á síðasta tímabili er komið í undanúrslit um danska meistaratitilinn í körfubolta eftir sex stiga sigur, 91-97, á Team FOG Næstved í dag.
Bonneau átti fínan leik fyrir Svendborg, en hann skoraði 16 stig í leiknum.
Fyrsti leikurinn í Næstved fór 72-67 fyrir Svendborg fyrir viku, og á fimmtudag vann liðið annan leikinn á sínum heimavelli 85-80. Einvígið fór því samanlagt 3:0