Nýjast á Local Suðurnes

Byggja sparkvöll við óbyggðan skóla

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að setja upp sparkvöll við Stapaskóla í Dalshverfi. Skólinn er hinsvegar enn óbyggður, en útboð vegna byggarinnar var kært til kærunefndar útboðsmála af lægstbjóðanda eftir að öllum tilboðum í byggingu skólans var hafnað.

Sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fund bæjarráðs í vikunni og kynnti málið og saþykkti ráðið fjárveitingu allt að kr. 25.000.000 til verksins.