Nýjast á Local Suðurnes

Boða sérfræðinga í loftgæðamálum á sinn fund

Sérfræðingar í loftgæðamálum verða boðaðir á fund umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar á næstunni. Þetta kom fram á fundi ráðsins sem haldinn var í gær. Þar kom einnig fram að ráðið hafi, líkt og íbúar sveitarfélagsins, áhyggjur af loftgæðum í Reykjanesbæ.

Þá mun bæjarráð Reykjanesbæjar funda með fulltrúum Umhverfistofnunar á fundi sínum í dag, vegna mikillar arsenmengunar, sem talin er koma frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík.