Nýjast á Local Suðurnes

Brotist inn í vallarhús Njarðvíkinga

Dagurinn fór illa af stað hjá knattspyrnudeild Njarðvíkur, en óprútnir aðilar höfðu brotið sér leið inn í Vallarhúsið í nótt og stolið þar fartölvu, vallarhátölurunum, soundbar, myndvarpa, PS4 og fleiri verðmætum.

Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en Njarðvíkingar biðla til fólks að hafa augun opin fyrir þessum hlutum. Nánari upplýsingar verða veittar á morgun, segir í tilkynningu frá Njarðvík.