Nýjast á Local Suðurnes

Mikið um að vera í FLE í dag – Á annan tug flugvéla koma frá París

Það verður nóg að gera hjá starfsmönnum Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í dag og fram á nótt en þúsundir farþega eru nú á leið til landsins frá Frakklandi. Samkvæmt heimasíðu flugvallarins munu um 20 vélar koma frá París í dag og kvöld.

Það eru hin ýmsu flugfélög sem sjá um að koma stuðningsmönnum Íslands til landsins en Icelandair er með flestar ferðirnar eða sjö talsins og WOW air með fjórar.