Nýjast á Local Suðurnes

Blása til sóknar í Reykjanesbæ

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar - Mynd: Skjáskot RÚV

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, boðar margvíslegar aðgerðir á vegum sveitarfélagsins, meðal annars hvað varðar atvinnuuppbyggingu. Þessu greinir bæjarstjórinn frá í pistli á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer yfir ýmislegt sem varðar málefni sveitarfélagsins undanfarin misseri. Í pistlinum segir Kjartan Már að umræddar aðgerðir sem hafa það að markmið að gera gott samfélag enn betra verði kynntar nánar eftir 12. nóvember næstkomandi.

“Síðastliðinn vetur hófst undirbúningur að stefnumótun í mörgum málum sem m.a. tengjast atvinnuuppbyggingu, umhverfismálum og margvíslegum aðgerðum með það að markmiði að gera gott samfélag enn betra. Þann 12. nóvember n.k. verður blásið til sóknar og munu fregnir af þeim málum líta dagsins ljós í framhaldinu.” Segir meðal annars í pistlinum, sem finna má hér fyrir neðan í heild.

Nú er orðið nokkuð langt síðan ég setti inn vinnustatus og bæti hér með úr því: Pólsk menningarhátíð hefur staðið yfir…

Posted by Kjartan Már Kjartansson on Saturday, 7 November 2020