Nýjast á Local Suðurnes

Morgunfuundur um ferðasumarið framundan

Isavia boðar til opins fundar um ferðasumarið sem framundan er. Á fundinum verður meðal annars farið yfir þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að taka sem allra best á móti ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli, og kynnt uppbygging og áskoranir framkvæmdasjóðs ferðamanna.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 23. maí á Hilton Reykjavík Nordica
kl. 8.30 – 10.00. Boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu.

Dagskrá

 Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia ávarpar fundinn
Hvað er í kortunum?
– Farþegaþróun á Keflavíkurflugvelli
Grétar Már Garðarsson, verkefnastjóri á viðskiptasviði Keflavíkurflugvallar
 Hvernig tökum við á móti ferðamönnum í sumar?
– Aukin þjónusta og framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli
Hlynur Sigurðsson, framvæmdastjóri viðskiptasviðs
 Fyrirspurnir úr sal
 Það er ýmislegt að gerast
– Verkefni Ferðamálastofu og starfsemi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
Við hvetjum alla sem hafa áhuga að skrá sig.

SKRÁÐU ÞIG Á FUNDINN HÉR