Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær áfram þrátt fyrir tap

Mynd: Reykjanesbær

Reykja­nes­bær tapaði gegn Seltjarnarnesi í spurn­ingaþætt­in­um Útsvar í Rík­is­sjón­varp­inu í kvöld. Seltjarnarnes fékk 83 stig­ á meðan Reykjanesbær nældi sér í 62 stig.

Reykja­nes­bær er þó komin áfram í keppninni þar sem liðið er á meðal stiga­hæstu tapliðanna.

Keppnislið Reykjanesbæjar í Útsvari er skipað Grétari Þór Sigurðssyni nema í listfræði, sem margreyndur er í keppninni,  Helgu Sigrúnu Harðardóttur lögfræðingi og Kristjáni Jóhanssyni leigubílstjóra leiðsögumanni. Þau tvö síðastnefndu eru ný í liðinu.