Nýjast á Local Suðurnes

Nettó varar við óprúttnum aðilum

Verslun Nettó við Krossmóa

Verslunarkeðjan Nettó, sem er í eigu Siðurnesjafyrirtækisins Samkaupa, varar fylgjendur sína á Facebook við óprúttnum aðilum sem hafa stofnað aðgang á samfélagsmiðlinum vinsæla í nafni verslunarinnar og senda fylgjendum skilaboð í von um að nálgast korta- eða persónuupplýsingar. Skilaboð fyrirtækisins í heild má sjá hér fyrir neðan.

“Við viljum vara ykkur við óprúttnum aðilum sem eru búnir stofna gervi aðgang í nafni Nettó á Facebook. Því biðjum við ykkur um að hafa varann á
ef verið er að senda skilaboð varðandi vinninga í leikjum. Allir leikir og önnur samskipti við Nettó fara fram í gegnum þennan aðgang og engan annan.
Jafnframt er alltaf hægt að hafa samband við okkur í gegnum netfangið netto@netto.is ef það eru einhverjar spurningar eða vafaatriði.” Segir í stöðuuppfærslu fyrirtækisins.