Hermann áfram með Þrótt

Hermann Hreiðarsson hefur framlengt samning sinn við Þrótt Vogum. Liðið í þriðja sæti 2. deildar karla í knattspyrnu, tveimur stigum á eftir liði Selfoss þegar tveimur umferðum er ólokið.
Þróttarar hafa unnið ellefu leiki af sextán í deildinni frá því Hermann tók við stjórn liðsins snemma á þessu tímabili.