Nýjast á Local Suðurnes

Keilir kynnir flugnám – Boðið upp á kynnisflug og spjall við kennara og nemendur

Mynd: Keilir

Flugakademía Keilis verður með „heimboð fyrir verðandi atvinnuflugmenn“ laugardaginn 21. maí kl. 10 – 14. Þá munum við opna dyrnar og bjóða áhugasömum að kynna sér fyrirkomulag og uppbyggingu flugnáms, skoða aðstöðu og flugvélaflota okkar, auk þess að fá innsýn í atvinnumöguleika og almennt starf flugmannsins.

Áhersla er lögð á persónulega móttöku og vettvang fyrir gesti að fá svar við þeim spurningum sem á þeim brenna. Þá munu gestir hafa möguleika á því að ræða við flugkennara og nemendur skólans, auk þess sem boðið er upp á kynnisflug á sérstöku tilboðsverði fyrir þátttakendur. Gestum er velkomið að taka með sér foreldra, maka eða aðra þá sem hafa löngun til að fá innsýn inn í þennan heim.

Áhugasömum er bent á að hafa skilríki (vegabréf eða ökuskírteini) meðferðis þar sem farið verður inn á flugverndarsvæði Keflavíkurflugvallar við heimsókn í verklega deild Flugakademíu Keilis.