Nýjast á Local Suðurnes

Taekwondo-fólk brýtur páskaeggin á óhefðbundinn hátt – Sjáðu myndböndin!

Myndir: Facebook / Skjáskot Taekwondodeild Keflavíkur

Taekwondodeild Keflavíkur stóð fyrir skemmtilegri ákorun á meðal iðkenda, en skorað var á iðkendur að nýta sér þá þjálfun sem það hefur öðlast við taekwondoiðkun við að brjóta páskaegg og birta myndband af því á Fésbókarsíðu deildarinnar..

Nokkra tugi afar skemmtilegra myndbanda er að finna á Fésbókarsíðu Taekwondo-deildarinnar og er vel þess virði að rúlla í gegnum efnið.