Nýjast á Local Suðurnes

Vildi leggja 5,5 milljónir inn á reikning lögreglumanns

Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá því á fésbókarsíðu sinni í dag að erlendur aðili hafi ólmur viljað leggja 5,5 milljónir dollara inn á reikning lögreglumanns í umdæminu. Ekki var þó um það að ræða að hinn erlendi aðili væri að bera fé á lögreglumanninn heldur “vann” sá síðarnefndi upphæðina í lottóleik á veraldarvefnum.

Lögreglumaðurinn heppni þarf nú einungis að senda nokkrar persónuupplýsingar á fulltrúa lottóleiksins til þess að fá milljónirnar 5,5 lagðar inn á bankareikning.

Fésbókarfærsla lögreglunnar um málið var á léttunótunum eins og sjá má hér fyrir neðan: