Nýjast á Local Suðurnes

Lava hlaut virt alþjóðleg verðlaun

Bílaleigan Lava Car Rental var í dag valin bílaleiga ársins “Iceland’s leading Car Rental Company” af World Travel Awards fyrir árið 2023.

Davíð Páll Viðarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins var að vonum ánægður með árangurinn og stoltur af góðu starfsfolki, sem hann segir vera lykillinn að velgengni fyrirtækisins.

“Ég er gríðarlega stoltur og þakklátur en jafnframt meðvitaður um að vegferðin heldur áfram, verðlaun og viðurkenningar á leiðinni eru fyrst og fremst staðfesting og vissa um að við erum á réttri leið. Lykillinn er að byggja upp góðan starfsanda og er ég óendanlega stoltur af fólkinu mínu öllu hjá Lava Car Rental sem var rétt i þessu að vinna titlinn Bílaleiga ársins “Iceland’s leading Car Rental Company” af World Travel Awards fyrir árið 2023.” Sagði Davíð Páll í færslu á Facebook.