Nýjast á Local Suðurnes

Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu

Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir bílveltu á fjórða tímanum í nótt. Mikið viðbragð var að hálfu Brunavarna Suðurnesja þar sem fyrsta tilkynning gaf til kynna að alvarlegt slys hafði orðið.

Bifreiðin lenti á lóðarvegg og húsi áður en hún endaði á hvolfi á veginum. Tveir sjúkrabílar fóru á vettvang ásamt dælubíl og var einnig sjúkrabíll frá Grindavik kallaður til, segir á Facebook-síðu BS. Þar segir jafnframt að betur hafi farið en á horfðist en eins og áður segir voru tveir fluttir á slysadeild i Fossvogi.