Nýjast á Local Suðurnes

Aukið álag á starfsfólk BS – Óvenju mikið um sjúkrabíla í Sandgerði

Töluvert álag hefur verið á starfsfólki Brunavarna Suðurnesja eftir að Covid-veirufaraldurinn blossaði upp hér á landi, en BS hefur þurft að grípa til ýmissa ráðstafana. Meðal annars hefur verið farin sú leið að aðskilja vaktir og hittast þær ekki við vaktaskipti og einnig hafa sjórnendur og dagmenn skipt sér. Þá var starfstöðin í Sandgerði útbúinn sem sótthreinsistöð fyrir bíla og sinnir hún öllum Suðurnesjunum og því hefur verið óvenjumikil umferð þar í kring.

Þá hafa verið útbúnir sérstakir bílar fyrir covid flutninga og hefur BS útbúið einn sjúkrabíl sem covid bíl og og er einnig með tvö sérstaka einmennings bíla sem voru útbúnir í samstarfi við HSS. Starfsmenn hafa þurft að klæðast sérstökum hlífðarfatnaði og við þetta hefur flutningstíminn lengst til muna hjá starfsmönnum, og álagið samhliða því.