Nýjast á Local Suðurnes

Þjófur herjaði á íbúa Dalshverfis – Öllu lauslegu stolið úr bifreiðum

Brotist var inn í tvo bíla, hið minnsta, á dögunum í Dalshverfi í Innri Njarðvík og öllu lauslegu stolið úr þeim. Þá var bíl stolið í sama hverfi og hann skemmdur.

Þetta kemur fram í stöðufærslu í lokuðum Facebookhópi íbúa hverfisins, en í umræðum um málið kemur fram að þjófurinn hafi náðst og sé í haldi lögreglu.

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ og lögregla hafa reglulega bent á að nágrannavarsla í götum bæjarins geti gert gagn en á heimasíðu sveitarfélagsins má nálgast upplýsingar um nágrannavörslu.  Þar kemur meðal annars fram að lágmarks nágrannavarsla feli í sér að íbúi taki að sér að skrá grunsamlega hegðun, bifreiðanúmer og lýsingu á fólki og tilkynni til lögreglu með því að hringja í símanúmerið 112.