Nýjast á Local Suðurnes

Nokkrir farið út af brautinni

Nokkr­ar bif­reiðar hafa farið út af Reykja­nes­braut­inni í morg­un í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um. Ekki hafa þó orðið al­var­leg slys á fólki að sögn lög­regl­unn­ar.

Mjög hált hef­ur verið á Reykja­nes­braut­ og Grindavíkurvegi í nótt og í morg­un, eins og víðar, og bein­ir lög­regl­an því til öku­manna að gæta varúðar og aka miðað við aðstæður.