Nokkrir farið út af brautinni

Nokkrar bifreiðar hafa farið út af Reykjanesbrautinni í morgun í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Ekki hafa þó orðið alvarleg slys á fólki að sögn lögreglunnar.
Mjög hált hefur verið á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi í nótt og í morgun, eins og víðar, og beinir lögreglan því til ökumanna að gæta varúðar og aka miðað við aðstæður.