Nýjast á Local Suðurnes

Undirbúa opnun matjurtagarðs í Reykjanesbæ

Umhverfissvið Reykjanesbæjar hefur hafið undirbúning að gerð matjurtagarðs í sveitarfélaginu þar sem íbúum gefst kostur á að rækta eigið grænmeti.

Þetta var á meðal þeirra mála sem rædd voru á fundi Lýðheilsuráðs sveitarfélagsins, þar kom einnig fram að lýðheilsufræðingi hafi verið falið að athuga hvernig staðan er á verkefnum sem snúa að samveru fjölskyldna svo sem dýragarði opnum svæðum og fleira.