Nýjast á Local Suðurnes

Arnar Helgi tekur þátt í Vertu með átakinu – Myndband!

Fyrsta auglýsingaherferð Íþróttasambands fatlaðra í sjónvarpi hefur nú hafið göngu sína en framleiðslufyrirtækið Eventa Films sá um framleiðslu auglýsinganna. Arnar Helgi Lárusson, hjólastólaaksturskappi úr Njarðvík leikur í einu myndbandana, sem ætlað er að kynna þátttöku Íslands í Paralympics 2016, sem fram fara um þessar mundir, auk þess að hvetja áhugasama til þess að stunda íþróttir fatlaðra.

Myndband Arnars Helga má sjá hér fyrir neðan.