Nýjast á Local Suðurnes

Kallaður útlendingatari fyrir að halda hitafund í VS á íslensku – Bauð túlka þó velkomna

Stuðningsmenn B-lista, sem hugðist bjóða fram til stjórn­ar Verslunarmannafélags Suðurnesja (VS),  voru ekki sáttir við formann félagsins, Guðbrand Einarsson, eftir að ákveðið var að fjölmennur félagsfundur skildi haldinn á Íslensku. Guðbrandur segir í samtali við mbl.is að mikið hafi verið um framíköll á fundinum og að hann hafi meðal annars verið kallaður útlendingahatari. Heimildir Suðurnes.net herma að formaðurinn hafi þó hleypt túlkum, sem ekki eru félagsmenn í VS, á fundinn að ósk forsvarsmanna B lista.

„Þeir gerðu at­huga­semd­ir við að við vær­um að halda fund­inn á ís­lensku. Sem að auðvitað við ger­um í ís­lensku stétt­ar­fé­lagi. Maður fékk á sig hróp og köll fyr­ir að vera út­lend­inga­hat­ari og annað,“ seg­ir Guðbrand­ur Einarsson, framkvæmdarstjóri VS í samtali við mbl.is.

Þá segir Guðbrandur að mikil smölun hafi verið á fundinn á vegum B lista og að útlendir starfsmenn hafi þar verið í miklum meirihluta.

„Það var mik­il smöl­un í gangi, þeir komu held ég með heila rútu af starfs­mönn­um af er­lendu bergi brotnu, sem skildu ekki neitt. Þeir hafa greini­lega bara smalað til að greiða at­kvæði með þeim.“ Segir Guðbrandur.