Nýjast á Local Suðurnes

Sigrar hjá Suðurnesjaliðunum í Inkasso-deildinni

Grindvíkingar eru enn á skotskónum í Inkasso-deildinn, en þeir lögðu Hauka að velli 4-0 á Ásvöllum í kvöld.

Grindvíkingar hófu leikinn af krafti og skoraði Alexander Veigar strax á þriðju mínútu, þeir gulklæddu tvöfölduðu svo forakotið á 17. mínútu þegar Juan Manuel Ortiz Jimenez skoraði.

Þeir hófu svo síðari hálfleikinn á marki þegar Andri Rúnar Bjarnason skoraði nánast um leið og dómarinn flautaði til leiks. Alexander Veigar gulltryggði svo sigurinn með sínu öðru marki á 64. mínútu.
Í Keflavík tóku heimamenn á móti HK. Líkt og Grindvíkingar voru HK-ingar snöggir að skora, eða strax á annari mínútu. Magnús Þórir Matthíasson jafnaði leikinn á 13. mínútu, en HK-menn svöruðu því með því að taka forystuna á ný á 19. mínútu, 1-2 fyrir Kópavogsliðið í hálfleik.

Það var svo Einar Orri Einarsson sem sá til þess að Keflvíkingar hirtu stigin þrjú, en hann skoraði tvívegis, á 68. mínútu og 88. mínútu, lokatölur 3-2.

Grindvíkingar eru því enn í öðru sæti deildarinnar, en Keflvíkingar eru farnir að blanda sér í toppbaráttuna, sitja í þriðja sæti, í bili að minnsta kosti, en liðin í næstu sætum eiga leik til góða.