Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar í öðru sæti B-deildar Fótbolta.net mótsins

Keflvíkingar tóku á móti liði HK í úrslitaleik B-deildar Fótbolti.net mótsins í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi, bæði lið koma til með að leika í 1. deildinni næsta sumar og höfðu fyrir leikinn höfðu unnið alla sína leiki á mótinu.

Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik og var staðan að honum loknum 0-0. Í þeim síðari tóku HK-menn völdin í sínar hendur og skoruðu þrjú mörk gegn engu Keflvíkinga.