Nýjast á Local Suðurnes

Sigur hjá Grindavík en tap hjá Keflavík í kvennaboltanum

Grindvíkingar voru fyrstir til að leggja Hauka að velli í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu á þessu tímabili, liðið skoraði þrjú mörk gegn engu heimamanna á Ásvöllum í gær. Með sigrinum skutust Grindavíkurstúlkur á topp B-riðils 1. deildarinnar.

Keflavíkurstúlkur heimsóttu Aftureldingu í Mosfellsbæinn þar sem þær máttu þola 1-0 tap, en Afturelding skoraði sigurmarkið á 70. mínútu leiksins. Keflavík leikur eins og Grindavík í B-riðli fyrstu deildarinnar og situr í fimmta sæti deildarinnar eftir tapið í gær.