Nýjast á Local Suðurnes

Óvæntur keppandi á Evrópumótinu í knattspyrnu

Þýðingar eru vandasamt verk og geta, eins og allt annað farið fyrir ofan garð og neðan, það á sérstaklega við þegar verið er að undirbúa stóra viðburði eins og til dæmis eitt stykki Evrópumót í knattspyrnu, en í undirbúningi á slíkum viðburðum eiga smáatriðin það til að fara framhjá mönnum.

Lesandi Sudurnes.net sem var að undirbúa sig fyrir EM, sótti sér excel skapalón á veraldarvefnum, þar sem er að finna lista yfir alla leiki mótsins og valdi lesandinn góði sér íslensku sem tungumál fyrir skjalið. Þá kom í ljós nokkuð athyglisverður keppandi í D-riðli mótsins eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti.

em excel þyding

Fyrir áhugasama þá á Kalkúnn fyrsta leik þann 12. júní klukkan 13.00 gegn Króatíu.