Nýjast á Local Suðurnes

Eldur í gamalli verbúð í Sandgerði

Eldur kviknaði í gamalli verbúð að Strandgötu í Sandgerði í kvöld, húsið er nýtt sem íbúðarhúsnæði, en íbúum hefur verið komið í öruggt skjól.

Frá þessu er greint á Vísi.is, en þar kemur fram að Slökkvilið Sandgerðis hafi óskað eftir aðstoð Brunavarna Suðurnesja við slökkvistarf. Þá kemur fram í frétt Vísis að eldurinn hafi verið kveiktur utandyra og hafi borist í klæðningu hússins.

Talið að líklega hafi kviknað í sorpi fyrir utan húsnæðið. Eldurinn hafi breiðst út og í kjölfarið kviknað í klæðningu utanhúss.